Beina leið á efnisyfirlit þessarar síðu

Fréttir

Efnastofa
Efnastofa
Tómlegt um að litast á Efnastofunni í dag. Ingibjörg Jónsdóttir, sem lengi starfaði þar, skoðar síðustu tækin sem eftir er að fjarlægja.

Breytingar á húskynnum Matís á Skúlagötu

16.1.2007

Talsverðar breytingar hafa átt sér stað á Skúlagötu 4 síðan fyrirtækið Matís ohf hóf starfsemi í byrjun árs. Uppstokkun á áherslusviðum hafði í för með sér að starfsfólk hefur flutt sig um sess, sumir farið á Gylfaflöt 5 en aðrir flutt sig milli hæða á Skúlagötunni. Miklar endurbætur standa nú m.a. yfir á Efnastofunni á Skúlagötu.

Sem kunnugt er varð fyrirtækið Matís ohf til um áramót við samruna Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins (Rf), Matvælarannsókna Keldnaholti (Matra) og Rannsóknastofu Umhverfisstofnunar (RUST). Starfsmenn Matra, sem áður störfuðu á Keldnaholti, eru nú fluttir á Skúlagötuna.

Í lok janúar munu starfsmenn RUst, sem hefur verið hluti af starfsemi Uhverfisstofnunar, flytja úr Ármúla  og á Skúlagötuna.  RUST varð hluti af Hollustuvernd ríkisins árið 1982 þegar Matvælarannsóknir ríkisins voru lagðar niður og tilheyrði Hollustuvernd til 2003 er UST tók til starfa.  Flestir starfsmenn RUST starfa við mælingar og prófanir af ýmsum toga og munu starfa á 2. hæð á Skúlagötu þar sem Efnastofa Rf var lengi til húsa.  Þessa dagana eru iðnaðarmenn í óða önn við að endurnýja húsakynnin þar, enda ekki vanþörf á. 

 Til baka, Senda grein, Prenta greinina

 

 

Valmynd í haus


Leit


Fréttasafn


 

 
efnisyfirlit síðunnar

þetta vefsvæði byggir á eplica. eplica vefumsjónvefumsjón - nánari upplýsinga á heimasíðu eplica.