Beina leið á efnisyfirlit þessarar síðu

Fréttir

Bragi Ólafsson
Bragi Ólafsson

Menningarstund á Rf

20.12.2006

Miklar annir eru á Rf þessa dagana, eins og á flestum vinnustöðum og heimilum á landinu. Starfsfólk Rf í Reykjavík settist þó niður yfir heitu súkkulaði í morgun og hlýddi á Braga Ólafsson, ljóðskáld og rithöfund, lesa upp úr nýrri skáldsögu sinni.

Síðustu dagar fyrir jól eru yfirleitt annasamur tími hjá flestum og svo er einnig um starfsemina á Rf. Líklega er þó óvenju mikið um að vera þetta árið enda mun Rf hætta starfsemi og sameinast öðrum stofnunum í nýju fyrirtæki, Matís ohf, um áramótin.

Þetta þýðir mikla uppstokkun á Rf og því hefur starfsfólk verið á þönum síðustu vikur við að undirbúa þessar breytingar.  Það var því kærkomin hvíld frá amstrinu að hlýða á Braga lesa úr nýrri skáldsögu sinni Sendiherrann í morgun.Til baka, Senda grein, Prenta greinina

 

 

Valmynd í haus


Leit


Fréttasafn


 

 
efnisyfirlit síðunnar

þetta vefsvæði byggir á eplica. eplica vefumsjónvefumsjón - nánari upplýsinga á heimasíðu eplica.