Beina leið á efnisyfirlit þessarar síðu

Fréttir

Matís ohf auglýsir eftir starfsfólki

5.12.2006

Matís ohf, sem tekur formlega til starfa um áramót, auglýsir eftir fólki í eftirfarandi störf: Annars vegar starf markaðs- og kynningarstjóra og hins vegar er auglýst eftir verkefnastjóra í Vestmannaeyjum.

Matís ohf. óskar eftir að ráða drífandi og skapandi einstakling í starf markaðs- og kynningastjóra hjá fyrirtækinu. Um nýtt starf er að ræða og mun viðkomandi því taka þátt í mótun starfsins.

Markaðs- og kynningastjóri Matís hefur umsjón með og ber ábyrgð á:

 • Gerð og eftirfylgni kynningaáætlana
 • Kröftugri og áhugaverði heimasíðu
 • Skipulagningu funda, ráðstefna o.fll.
 • Samskiptum og miðlun upplýsinga til almennings, fjölmiðla o.fl.
 • Ímyndarmálum Matís

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af sambærilegu starfi
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Gott vald á ensku og íslenskri tungu, bæði í ræðu og riti
 • Lipurð í mannlegum samskiptum
 • Metnaður til að ná árangri í starfi
 • Áhugi á markaðs- og kynningamálum

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 2. janúar 2007.

Umsjón með starfinu hafa Ragnheiður S. Dagsdóttir (ragnheidur.dagsdottir@capacent.is) og Sigurður J. Eysteinsson (sigurdur.eysteinsson@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum. Umsóknarfrestur er til og með 10. desember nk. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is
Verkefnastjóri Matís í Vestmannaeyjum

Matís ohf. auglýsir eftir verkefnastjóra í Vestmannaeyjum. Hlutverk verkefnistjórans er að stjórna og vinna að verkefnum á vegum Matís ohf. í Vestmannaeyjum en þau fela m.a. í sér:

 • Umsjón með daglegum rekstri, öflun verkefna og áætlanagerð.
 • Samstarf við fyrirtæki og einstaklinga um verkefni.
 • Vinna við verkefni er tengjast rannsóknum og þróun á sviði matvæla.
 • Kortlagning á tækifærum.
 • Kynna verkefni og tækifæri í umhverfinu.

Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. meistaraprófi í raunvísindum eða verkfræði. Umsækjendur þurfa að hafa frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, gott vald á ensku og íslensku og lipurð í mannlegum samskiptum.

Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, auk meðmæla sendist til Matís ohf., Skúlagötu 4, 101 Reykjavík.

Umsóknarfrestur er til 15. desember 2006. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. janúar 2007.

Nánari upplýsingar veitir Guðjón Þorkelsson, gudjont@rf.is, sími 860 4748 og Ragnar Jóhannsson, ragnar@rf.is, sími 861 9695.

Matís ohf. er nýtt hlutafélag í eigu ríkisins sem tekur við starfsemi Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Matvælarannsókna Keldnaholti (MATRA) og Rannsóknastofu Umhverfisstofnunar. Tilgangur félagsins er að sinna rannsóknum og nýsköpun á sviði matvæla í þágu atvinnu-lífsins, lýðheilsu og matvælaöryggis.Til baka, Senda grein, Prenta greinina

 

 

Valmynd í haus


Leit


Fréttasafn


 

 
efnisyfirlit síðunnar

þetta vefsvæði byggir á eplica. eplica vefumsjónvefumsjón - nánari upplýsinga á heimasíðu eplica.