Beina leið á efnisyfirlit þessarar síðu

Fréttir

Efnastofa

16.1.2007 Fréttir : Breytingar á húskynnum Matís á Skúlagötu

Talsverðar breytingar hafa átt sér stað á Skúlagötu 4 síðan fyrirtækið Matís ohf hóf starfsemi í byrjun árs. Uppstokkun á áherslusviðum hafði í för með sér að starfsfólk hefur flutt sig um sess, sumir farið á Gylfaflöt 5 en aðrir flutt sig milli hæða á Skúlagötunni. Miklar endurbætur standa nú m.a. yfir á Efnastofunni á Skúlagötu. Lesa meira
 

29.12.2006 Fréttir : Símanúmer á Matís ohf: 422 5000

Eins og margir vita verður Rf lagt niður um ármótin og sameinast öðrum stofnunum í fyrirtækinu Matís ohf. Um leið var breytt um símkerfi og -númer og verður nýtt aðalnúmer: 422 5000. Upplýsingar um önnur símanúmer verður að finna á vef nýja fyrirtækisins www.matis.is, en hann verður gangsettur í janúar.  Þangað til verður vef Rf haldið úti, en hann mun þó ekki hverfa með öllu er þar að kemur heldur mun hluti hans lifa áfram sem viðhengi á matis - vefnum, s.s. aðgangur að skýrslum o.fl.  ATH!  422 5000 til að fá upplýsingar.

 

26.12.2006 Fréttir : Skiptiborð Rf lokað milli jóla og nýárs

Töluvert er um að starfsfólk Rf taki sér jólafrí milli jóla og nýárs og af þeim sökum verður skiptiborðið lokað á þessum tíma. Þá er einnig verið að skipta um símkerfi vegna fyrirhugaðrar breytingar Rf í Matís um áramót og því eru bein símanúmer starfsfólks óvirk á meðan.

Lesa meira
 

21.12.2006 Fréttir : Jólakveðja frá Rf

Jólakveðja Rf 2006Rf óskar landsmönnum öllum Gleðilegra jóla með bestu óskum um farsælt komandi ár.

Rf styður Kraft – Stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra www.kraftur.org

 

 

 
Bragi Ólafsson

20.12.2006 Fréttir : Menningarstund á Rf

Miklar annir eru á Rf þessa dagana, eins og á flestum vinnustöðum og heimilum á landinu. Starfsfólk Rf í Reykjavík settist þó niður yfir heitu súkkulaði í morgun og hlýddi á Braga Ólafsson, ljóðskáld og rithöfund, lesa upp úr nýrri skáldsögu sinni.

Lesa meira
 

5.12.2006 Fréttir : Matís ohf auglýsir eftir starfsfólki

Matís ohf, sem tekur formlega til starfa um áramót, auglýsir eftir fólki í eftirfarandi störf: Annars vegar starf markaðs- og kynningarstjóra og hins vegar er auglýst eftir verkefnastjóra í Vestmannaeyjum.

Lesa meira
 
Gaspökkun saltfisks í tilraunaeldhúsi Rf

30.11.2006 Fréttir : Saltfiskur tilbúinn í pottinn og á pönnuna

Á undanförnum árum hafa komið á markað nýjar saltfiskafurðir, þar sem reynt hefur verið að koma til móts við breyttar kröfur neytenda, bæði hér á landi og í helstu markaðslöndum Íslendinga. Einna helst hefur verið um útvatnaðan saltfisk að ræða, tilbúinn í pottinn eða á pönnuna. Nýlega kom út skýrsla á Rf úr verkefninu Þíddur saltfiskur í neytendapakkningum, þar sem m.a. voru rannsakaðir þættir eins og hvernig hægt væri að hámarka geymsluþol útvatnaðra þorskflaka.

Lesa meira

 
Eyjólfur Reynisson

23.11.2006 Fréttir : Fyrirtæki í Ástralíu notar rannsóknir frá Rf til að auglýsa vörur sínar

Fyrirtæki í Ástralíu hefur stuðst við niðurstöður úr vísindagrein frá Rf til að auglýsa tæki sem það framleiðir. Aðalhöfundur greinarinnar, sem birtist nýlega á vísindaritinu Journal of Microbiological Methods er Eyjólfur Reynisson, líffræðingur á Rannsóknasviði Rf.

Lesa meira

 
Eldisþorskur í sjókví

17.11.2006 Fréttir : Minni notkun próteins í fóðri - aukin arðsemi í þorskeldi?

Nýlega lauk verkefninu Próteinþörf þorsks þar sem leitað var leiða til að draga úr kostnaði við þorskeldi og gera þessa ungu atvinnugrein þ.a.l. arðbærari. Fóðurkostnaður er 40-60% af heildarframleiðslukostnaði í eldinu og því beindist athyglin að því hvort og hvernig hægt væri að minnka hann. Í nýrri Rf skýrslu er greint frá niðurstöðum þessarar rannsóknar.

Lesa meira
 
Afhending McFee verðlaunanna 2006

7.11.2006 Fréttir : Vísindamaður á Rf hlaut heiðursverðlaun á alþjóðlegri ráðstefnu

Dr. Guðrún Ólafsdóttir, matvælafræðingur á Rf, hlaut á dögunum heiðursverðlaun sem kennd eru við Earl P. McFee. Verðlaunin voru afhent á hátíðardagskrá í tengslum við ráðstefnuna TAFT 2006, sem fram fór í Quebec City í Kanada dagana 29. okt. til 1. nóv.

Lesa meira

 

 

Valmynd í haus


Leit


Fréttasafn


 

 
efnisyfirlit síðunnar

þetta vefsvæði byggir á eplica. eplica vefumsjónvefumsjón - nánari upplýsinga á heimasíðu eplica.